Hér kemur ávarp skólameistara í leikskránni:
Ágætu leikhússgestir.
Þá er komið að því! Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin er kominn á fjalir Egilsbúðar. Slíkt er ekki hrist fram úr
erminni heldur hefur verið unnið hörðum höndum að þessu undanfarna mánuði.
Þetta er níunda verkið sem Leikfélagið Djúpið færir á svið á jafn mörgum árum. Á bak við
Djúpið stendur Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands (LÍA). Óhætt er að segja að sýningin sé stóra verkefnið
hjá LÍA í vetur en auk þess koma nemendur Listaakademíunnar fram við ýmis tækifæri í skólanum t.a.m. á degi
íslenskrar tungu, Vampírudegi, Tæknidegi fjölskyldunnar, grunnskólaheimsóknum o.s.frv.
Það eru margar stoðir sem standa undir einni leiksýningu. Leikmyndin er ein þeirra. Að þessu sinni var farin sú leið að hafa sérstakan
áfanga í leikmyndagerð. Fleiri hafa því komð að þeirri vinnu þennan veturinn en áður enda leikmyndagerðin mun umfangsmeiri að
þessu sinni.
Sýningar Djúpsins og LÍA eru fyrir löngu orðnar fastur viðburður í starfsemi skólans og mikilvægur huti af skólabragnum.
Skólinn stendur þó fyrir mörgum öðrum viðburðum. Á þessari önn eru t.a.m. 13 viðburðir sem skólinn stendur
fyrir, einn og sér eða í samstarfi við aðra, víðs vegar um Fjarðabyggð og vil ég sérstaklega nefna Tæknidag
fjölskyldunnar sem haldinn verður í annað sinn þann 29. mars.
En núna snýst allt um Litlu hryllingsbúðina og vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem að henni standa fyrir frábæra
vinnu og/eða stuðning.
Góða skemmtun
Elvar Jónsson, skólameistari