Málþing um heilbrigðan lífsstíl

Á morgun, laugardaginn 7. mars frá kl. 11-14 verður skemmtilegt og fróðlegt málþing um heilbrigðan lífsstíl haldið í Nesskóla Neskaupstað. Á málþinginu verða áhugaverðir fyrirlesarar og kynningarbásar. Málþingið er haldið í samvinnu Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar og foreldrafélögum VA og Nesskóla. Málþingið ætti að höfða bæði til ungmenna og fullorðinna og við hvetjum alla til að koma og eiga notalega stund með okkur. Húsið opnar kl. 10:30.

Dagskrá:

* Betri svefn - grunnstoð heilsu. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og svefnráðgjafi 

*Don't worry be happy! Jákvæð sálfræði vörn gegn streitu. Hrönn Grímsdóttir námsráðgjafi og lýðheilsufræðingur og Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Músíkmeðferðarfræðingur og framhaldsskólakennari

*Hlé - kynningarbásar, léttar hollar veitingar og skemmtiatriði

*Ást gegn hatri - Selma Björk Hermannsdóttir og Foreldrar með markmið - Hermann Jóns son 

Fjölbreyttir kynningarbásar þar sem nemendur VA, Nesskóla, ýmis félög, stofnanir og einkaaðilar eru með fræðslu og kynningu á vörum eða þjónustu sem tengjast heilbrigðum lífsstíl.