Miðannarmat

 Á hverri önn meta kennarar námslega stöðu og ástundun nemenda í hverjum áfanga, m.a. í þeim tilgangi að veita nemendum aðhald og leiðbeiningar við námið. 

Miðannarmat skólans leggur grunn að lokaeinkunn hvers áfanga, en matið gildir allt að 20%.  Matið byggir m.a. á prófum, verkefnaskilum, vinnubrögðum og ástundun.

 Miðannarmatseinkunnir eru aðgengilegar í Innu og einnig verða þær sendar foreldrum nemenda yngri en 18 ára.