Alþjóðlegi svefndagurinn var þann 13. mars og í tilefni hans minnum við á mikilvægi svefns fyrir alla.
Svefnþörf getur verið mismunandi en mælt er með því að fullorðnir sofi 7-9 tíma á nóttu, unglingar 8-10 tíma og yngri börn enn lengur.
Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt fyrir framhaldsskólanema að huga að góðum svefnvenjum eins og nú, þegar hvergi þarf að ,,mæta" nema í gegnum tölvuna. Til að geta tekist á við verkefni hvers dags er góður svefn nauðsynlegur, svo ekki talað er um þegar verkefni dagsins eru krefjandi.
Svefn skiptir sköpum þegar kemur að einbeitingu og námsgetu, hann hjálpar heilanum við að festa í minni upplýsingar auk þess sem hann er nauðsynlegur fyrir vöxt barna og þroska. Ónæmiskerfið okkar þarf líka á góðum svefni að halda, við þurfum sannarlega að halda því í góðu standi þessa dagana til að verja okkur sjálf en einnig aðra.
Embætti landlæknis hefur gefið út ráðleggingar sem stuðla að betri svefni (smellið á myndina til að sjá hana stærri).
Einnig hefur embættið gefið út þessa töflu sem sýnir æskilegan svefntíma fyrir hvert aldursskeið (smellið á myndina til að sjá hana stærri).
Við hvetjum nemendur og foreldra/forsjáraðila að skoða þetta vel og leggja áherslu á góðar svefnvenjur.