Í dag, föstudaginn 13. febrúar, reis milljarður upp út um allan heim og dansaði saman. Hugmyndin er að nota dansinn sem byltingu til að hrista heiminn.
Tilgangurinn er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem konur verða fyrir í út um allan heim. Byltingin er á vegum UN Women sem er stofnun innan Sameinuðu
þjóðanna sem berst fyrir auknu jafnrétti og heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta sömu
tækifæra og karlmenn og strákar. Þetta er í annað skipti sem að nemendur og starfsfólk VA taka þátt í þessum viðburði
en í ár var ákveðið að horfa til nærumhverfisins og fá fleiri með í byltinguna. Guðrún Smáradóttir danskennari
slóst strax í hópinn og við bættust svo starfsfólk og nemendur Nesskóla auk almennings í Neskaupstað. Um 200 manns mættu í
íþróttahúsið og dönsuðu undir stjórn Guðrúnar og skemmtu sér saman. Byltingin hefur vakið marga til umhugsunar um þetta
mikilvæga málefni og dagurinn velheppnaður að mati þátttakenda.