Þessa dagana eru framhaldsskólar landsins að hefja nýtt skólaár. Hvarvetna er kappkostað að taka vel á móti nýnemum. Undanfarin
ár hefur verið dregið úr hefðbundinni busavígslu í Verkmenntaskóla Austurlands en þess í stað lögð áhersla á
að taka á móti nýnemum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti t.d. með því að bjóða nýnemum í
bíó og til veislu.
Flestir framhaldsskólar landsins hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur í ár og er Verkmenntaskóli Austurlands einn þeirra. Því
verður ekki um það að ræða að eldri nemendur vígi nýnema inn í skólann heldur mun stjórn NÍVA skipuleggja
nýnemamóttöku föstudaginn 5.september (nýnemadagur á skóladagatali) þar sem lögð verður áhersla á
jákvæða og uppbyggilega dagskrá í anda þess sem nefnt er hér að ofan. Dagskrá nýnemadags verður birt þegar nær
dregur.
Elvar Jónsson
Skólameistari