Nægjusamur nóvember

Landvernd og Grænfáninn standa að hvatningarátakinu „Nægjusamur nóvember“

Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Í nóvember ætlum við í Verkmenntaskóla Austurlands að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum við sem flest til að vera með.

Nánar um hvatningarátakið „Nægjusamur nóvember“ er hægt að sjá á heimasíðu grænfánans: https://landvernd.is/naegjusamur-november-2024/

Þar er hægt að fylgjast með viðburðum, greinum, skólaverkefnum og öllu sem er að gerast í mánuðinum.