Námskeið í háriðndeild

Heildsalan Reykjavík Warehouse hélt námskeið fyrir kennara, nemendur og fagfólk á Austurlandi í háriðndeild VA þann 9. maí.

Á námskeiðinun kynnti Krístín Kristmundsdóttir okkur fyrir Alterego litum sem eru ítalskir og hafa þá sérstöðu að vera amoníakfríir sem er alger bylting í hárlitum.

Verkefnin á námskeiðinu voru öll unnin á módelum og voru þau afar fjölbreytt og skemmtileg, myndirnar tala sýnu máli.

Gaman er að segja frá því að á námskeiðinu voru níu fyrrum nemendur sem nú eru starfandi í faginu á Austurlandi svo segja má að þetta hafi verið endurfundir hjá þeim sem stunduðu nám í háriðn í VA en alls voru 14 manns á námskeiðinu.

Þetta er í annað sinn á þessu skólaári sem að Reykjvík Wearhouse kemur til okkar með námskeið.  Á fyrra námskeiðinu var sýnikennsla í herraklippingunum fyrir nemendur í deildinni og fagfólk af Austurland.