Nemendur í rafiðngreinum fá góða gjöf

Á föstudaginn, daginn fyrir Tæknidag, mættu fulltrúar Rafmenntar í skólann og afhentu nýnemum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að nota í skólanum. Það byggir á því að um árabil hafa Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka staðið fyrir útgáfu rafræns námsefnis á vefnum rafbok.is. Námsefnið er nemendum að kostnaðarlausu. 

Við þökkum Rafmennt kærlega fyrir gjöfina og ljóst að gríðarleg ánægja verður með spjaldtölvurnar og þessi gjöf kemur sér virkilega vel fyrir nemendur. Það er einnig gríðarlega dýrmætt fyrir nemendur að geta notað gjaldfrjálst efni við námið og þannig sparast útgjöld vegna kennslubóka.

Á myndinni má sjá fulltrúa Rafmenntar, Hafliða deildarstjóra, Þuríði kennara og nemendur með spjaldtölvurnar.