Nemendur í rafiðngreinum fá góða gjöf

Hildur Dröfn deildarstjóri rafiðndeildar, Þór framkvæmdastjóri Rafmenntar, Þorgeir, Júlíus og Brynja…
Hildur Dröfn deildarstjóri rafiðndeildar, Þór framkvæmdastjóri Rafmenntar, Þorgeir, Júlíus og Brynjar nemendur á 1. ári í rafvirkjun, Kristján formaður og framkvæmdastjóri Rafiðnaðarsambandsins og Eydís skólameistari

Í dag fengu nemendur og starfsfólk í rafiðngreinum góða gjöf þegar fulltrúar Rafmenntar og Rafiðnaðarsambandsins komu í heimsókn og færðu þeim vinnbuxur. Í heildina voru það 13 nemendur sem fengu buxur og 1 kennari. Þeir sem afhentu buxurnar voru Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður og framkvæmdastjóri Rafiðnaðarsambands Íslands.