Norðfjarðargöng: Jarðfræðinemar í heimsókn í Fannardal

Nemar í JAR 103 fóru í vettvangsferð inn í Norðfjarðargöng. Farið var inn úr Fannardal en þar eru göngin orðin um 250 m löng á móti því að búið er að sprengja tæpan kílómetra frá Eskifirði.  Ófeigur Ófeigsson, jarðfræðingur og Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur tóku vel á móti hópnum og að sjálfsögðu voru öll eyru opin þegar þeir félagar útskýrðu flókna hluti tengdum jarðfræði og verkfræði.

Áður hafði Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur, komið í heimsókn í VA og flutt fyrirlestur um jarðgöngin.

Það má segja að jarðgangagerðin sé hvalreki  á fjörur jarð- og tæknifræðikennslu í VA. Að komast inn í fjallið og sjá jarðlögin í brotsárinu, tæknina á notkun og fræðast af mönnum á vettvangi er ómetanlegt. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn.

VA þakkar Hnit/verkfræðistofu kærlega fyrir móttökurnar.

Einnig er fjallað um heimsóknina á agl.is http://www.austurfrett.is/lifid/1724-nordhfjardhargoeng-jardhfraedhinemar-i-heimsokn-i-fannardal