Nemendur vinna lokaverkefni

Í fyrsta skipti vinna nemendur Verkmenntaskóla Austurlands að lokaverkefni. Lokaverkefnið er áfangi sem nemendur á stúdentsbrautum taka á síðustu önn sinni við skólann. Áfanginn er hluti af hinni nýju Aðalnámskrá framhaldsskólanna.

Nemendur sem nú taka þátt í áfanganum hafa allir valið sér viðfangsefni og eru komnir með leiðbeinendur sem eru kennarar við skólann og sérfræðingar í nærsamfélaginu.

Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt og vinna nú nemendur áfangans að ritgerðum, rannsóknum, stuttmyndum, tónlistarverki, vefsíðum o.fl. Nemendur munu svo kynna verkefni sín í lok annar.

Þessi áfangi mun án efa nýtast nemendum skólans vel í framtíðinni enda byggir áfanginn á sjálfstæðum og fræðilegum vinnubrögðum.