Nýnemadagur

Nýnemar í VA haustið 2013
Nýnemar í VA haustið 2013

 

Nýnemadagur

 

Næstkomandi föstudag, 5. september, verður efnt til nýnemadags í VA – nýnemum til heiðurs  og þeir formlega boðnir velkomnir í skólann. Dagskráin verður eftirfarandi:

 

11:00 – 13:00

Ratleikur. Nýnemar fara í ratleik sem verður skipulagður af stjórn NIVA. Að loknum ratleik er pizzuveisla fyrir nýnema.

 

13:00 – 14:00

Vatnsrennibraut. Brautin verður opin öllum nemendum og starfsfólki skólans og verður staðsett í brekkunni milli Nesskóla og íþróttahússins. Þátttakendur í vantsrennibraut geta haft fataskipti og farið í sturtu í  íþróttarhúsinu.

 

Áður en opnað veður fyrir vatnsrennibrautina verða tilkynntar niðurstöður kosninga til nemendaráðs.

 

ATH. Ekki má mæta í fötum með rennilásum,  í vatnsrennibrautina,  þar sem þeir skemma brautina.

 

ATH. Öll kennsla eftir hádegi fellur niður en aðeins nýnemar og stjórn NIVA fá leyfi frá kl.11:00.