Dagana 3.-6. september bjóða eldri nemendur nýnema skólans velkomna með ýmis konar uppákomum.
Á þriðjudag var árleg gönguferð skólans sem að nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í. Ferðin var að
þessu sinni var tileinkuð baráttu samkynhneigðra og voru hluti af alþjóðlegum mótmælum sem takmarka réttindi samkynhneigðra í
Rússlandi. Að gönguferðinni lokinni var haldin grillveisla fyrir göngufólk og nýnemar fóru í leiki sem fulltrúar nemendafélagsins
(NIVA) stjórnuðu.
Fleiri skemmtilegheit voru á stefnuskránni til að hrista hópinn betur saman. Á miðvikudag var sérstakt nýnemabíó og pizzuveisla og
á fimmtudag er furðufatadagur en þá mæta nýnemar í skrýtnum fötum og ýmsar furðulegar reglur teknar í gildi tengdar
nýnemum í skólanum.
Um allar uppákomur gildir sú regla að enginn af uppákomunum mun beinast að einstaklingi heldur alltaf hópnum sem heild. Eins að nýnemum standa
þessar uppákomur til boða en þurfa ekki að taka þátt í neinu frekar en þeir vilja. Tilgangurinn er að hrista hópinn saman með
glensi og gríni – ekki að niðurlægja eða stríða. Nemendur velja sjálfir hvort þeir taki þátt í einstaka atburðum.
Lokahnykkurinn verður á föstudaginn en nýnemar sem hafa áhuga á að taka þátt í lokaatriði nýnemavikunnar fá
frí eftir hádegi og fara með eldri nemendum þrautabraut sem verður staðsett niðri á höfn. Eitthvað verður um sullumall og því hafa
nemendur fengið leiðbeiningar um baðföt og aukafatnað sem þeir þurfa að taka með sér í skólann þann dag hafi þeir hug
á að vera með. Þeim býðst svo að þvo sér í sundlauginni að glensinu loknu og þiggja kökuboð.
Það er von bæði starfsmanna skólans og eldri nemenda að öllum nýnemum þyki þessi vika skemmtileg og verði til þess að
þeir kynnist betur bæði innbyrðis og eldri nemendum.