Nýr skólameistari VA

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur sett Birgi Jónsson skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands út skólaárið en fráfarandi skólameistari, Eydís Ásbjörnsdóttir sem gegnt hefur stöðunni síðan 1. desember 2022 mun nú hverfa á braut og taka sæti á Alþingi okkar Íslendinga.

Um leið og við óskum Eydísi velfarnaðar á nýjum slóðum bjóðum við Birgi velkomin í nýtt starf innan skólans.