Opnir dagar

Dagana 7. – 9. mars voru svokallaðir Opnir dagar í VA. Þá er hefðbundnum verkefnum og stundaskrá ýtt til hliðar um stund og nemendur fá að velja sér námskeið til að taka þátt í. Öll eru námskeiðin einingabær og geta nýst nemendum sem hluti af valeiningum.

Í ár var boðið upp á námskeið í:

  • Matreiðslu og ólíkri matarmenningu þjóða
  • Fab Lab (stafrænni framleiðslu)
  • Ofurhetjukvikmyndir: heilalaus froða eða endurspeglun á samfélaginu?
  • Tónlist þar sem nemendur æfðu, fluttu og sömdu tónlist
  • Hreyfingu og lífstíl
  • Morfísnámskeið þar sem unnið var með mælsku, rökræðu og samvinnu.

Mikil ánægja var með vinnuna í öllum hópum og gaman að sjá nemendur og starfsfólk sýna á sér nýjar hliðar.  

Opnir dagar eru hluti svokallaðra Fardaga sem er samstarfsverkefni innan Fjarmenntaskólans. Við fengum því til okkar góða gesti úr öðrum framhaldsskólum og einnig sóttu nemendur úr VA opna daga í öðrum skólum.