Opnir dagar í VA

Dagana 6. – 8. mars eru opnir dagar í Verkmenntaskóla Austurlands. Þá leggja nemendur skólabækurnar til hliðar og vinna í óhefðbundnari verkefnum. Búið er að raða nemendum í hópa og hægt er að sjá hópana á auglýsingatöflum skólans. Allir hópar byrja kl. 8:30 í skólastofum skólans.

Eftir hádegi á miðvikudag verða kynjaskiptir fyrirlestrar þar sem Snorri Björnsson fjallar m.a um karlmennsku og jafnrétti fyrir karlkyns nemendur skólans og Kristín Tómasdóttir verður með fræðslu til stelpnanna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu. Skyldumæting er á þessa fyrirlestra.