Öskudagurinn

Í dag gerðu nemendur sér glaðan dag í tilefni af öskudeginum. Nemendafélagið hafði hvatt nemendur til að koma í búning og blásið var til samverustundar kl. 11:25. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni og veitt voru verðlaun fyrir þann sem náði kettinum og fyrir flottasta búninginn en í verðlaun voru miðar á árshátíðina sem fer fram í næstu viku.

Andrés Leon Þórhallsson fékk verðlaun fyrir flottasta búninginn en hann var einhvers konar heysáta. Guðni Páll Jóhannesson fékk verðlaun fyrir að slá köttinn úr tunnunni. Það má sjá þá saman á aðalmynd fréttarinnar.

Á myndunum sem fylgja með má sjá hina fjölbreyttu búninga nemenda.