Pallaball

Föstudaginn síðastliðinn hélt NIVA, nemendafélag VA, dansleik þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson þeytti skífur og skemmti gestum. Góð mæting var en tæplega 200 manns skelltu sér í dansskóna og fór dansleikurinn vel fram. Gæsla var til fyrirmyndar en 12 foreldrar komu að gæslumálum – fimm frá 10.bekk Nesskóla og átta úr foreldrahópi VA. Tveir starfsmenn skólans sáu einnig um gæslu, fjórir starfsmenn Egilsbúðar og lögreglan stóð vaktina líka. 35 nemendur VA blésu í áfengismælinn og fóru í edrúpottinn að þessu sinni. Vinningar komu frá Verkmenntaskólanum, sjoppu útskriftanema, Fitness sport og frá Landsbankanum. Eins og oft áður studdu fyrirtæki bæjarins vel við bakið á félagslífi skólans en SÚN, Flytjandi og Egilsbúð styrktu dansleikinn að þessu sinni.

Vinningshafar í edrúpottinum að þessu sinni voru:

Lilja Einarsdóttir – 15.000 kr úttekt frá Landsbankanum

Húnbogi Gunnþórsson – 15.000 úttekt úr Fjarðarsporti

Þórhildur Ösp Þórhallsdóttir – Fitnesspakka frá Fitness Sport

Sindri Snær Birgisson – Gjafapoka úr sjoppu útskriftanema

 

Mynd: Dregið úr edrúpottinum. Hildur Ýr námsráðgjafi, Þórhildur Ösp vinningshafi, Guðjón Björn NIVA