Páskafrí og lokun skrifstofu

Skrifstofa VA er lokuð frá og með 14. apríl n.k. Verkmenntaskóli Austurlands óskar nemendum, starfsfólki og landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra páska, með von um að þið njótið páskahátíðarinnar sem allra best.

Skólinn opnar aftur þriðjudaginn 22. apríl og kennsla hefst strax sama dag samkvæmt stundaskrám.