Ráðherraheimsókn

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir heimsótti VA í gær, 3. apríl. Hún sat heila kennslustund í UPP 103, kynnti sér námið sem þar fer fram og svaraði spurningum nemenda. Fjörugar umræður og áhugi á skipan skólamála einkenndu þessa stund. Ráðherra kynnti sér síðan ýmsa þætti í starfsemi skólans og skólameistari VA afhenti henni eintak af "Tæknilandi", ritli sem gefinn var út í tengslum við "Tæknidag fjölskyldunnar" sem haldinn var í húsakynnum VA í samvinnu við Austurbrú og Háskólann í Reykjavík þann 16. mars sl. Góð aðstaða til verknáms í VA vakti sérstakan áhuga ráðherrans. Sú staðreynd að VA er eini verknámsskólinn á svæðinu frá Akureyri austur um og allt að Selfossi undirstrikar sérstöðu hans. Gríðarleg áhersla er nú á kynningu verk- og tæknináms í íslensku þjóðfélagi og tekur VA virkan þátt í því átaki. Í því skyni má minna á samvinnuverkefni VA og Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Það gengur út á að allir nemendur sem hefja nám í 10. bekk haustið 2013 í Fjarðabyggð verja heilli vinnuviku í verknámsdeildum VA. Í lok hennar verður síðan uppskeruhátíð þar sem foreldrum þessara verðandi framhaldsskólanema og öðrum verður boðið að kynna sér afrakstur vikunnar.radherraheimsokn