Rithöfundalestin í heimsókn

Við í VA fengum góða heimsókn á sal skólans s.l. föstudag frá rithöfundalestinni, en það hefur verið árlegur viðburður hjá okkur síðastliðin ár.

Að þessu sinni mættu til okkar þau Brynja Hjálmsdóttir, Hrafnkell Lárusson og Jón Knútur Ásmundsson sem er einmitt fyrrum nemandi skólans. Jón Knútur steig fyrstur á stokk og las upp úr ljóðabók sinni sem ber heitið Slög sem gefin er út af Gjallarhorni. Því næst las Brynja upp úr sinni fyrstu skáldsögu, Friðsemd sem gefin er út af Benedikt bókaútgáfu og að lokum las Hrafnkell upp úr bók sinni Lýðræði í mótun sem gefin er út af Sögufélaginu

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.