Sálfræði daglegs lífs

Sálfræði daglegs lífs er áfangi sem kenndur er í fyrsta skipti í VA á þessari önn. Í áfanganum læra nemendur hugræna atferlismeðferð og slökun. Þeir kynna sér jákvæða sálfræði, íhugun, mindfulness og önnur sambærileg tól í andlegri heilsurækt. Eitt af verkefnum áfangans var að finna myndir sem í huga nemendanna táknaði gleði, þakklæti, stolt, eitthvað sem þeim þykir fyndið, væntumþykju og það besta við VA. Myndunum deildu nemendurnir á Instagramsíðunni með merkinu #salfraediva þar sem ennþá er hægt að skoða þæ