Kappróðurssveit Búlandsins vann frækilegan sigur í kappróðri í flokki landsveita á nýliðnum sjómannadegi. Liðið
þótti hafa frábært áralag sem mörg sjómannasveitinn mætti vera fullsæmd af. Varð einhverjum á orði að þar sem
uppistaðan í liðinu væri úr Verkmenntaskólanum þá væri ekki hægt að fara fram á minna en góða verkkunnáttu.
Stýrimanninum ber þó heiður fyrir góða stjórn á sínum ræðurum. Búlandið er regnhlífarheiti yfir vísinda- og
menntasamfélagið á Júdasarbala og nýverið bættist í þann hóp meira af slíkum sem hafa aðsetur í Steininum.
Það má segja að markvissar æfingar hafi skapað þennan frábæra árangur líðsins enda vita sveitarmenn það að
árangur byggist á ástunun. Góður bikar og verðlaunapeningar fylgdu sigrinum en auðvitað var róðurinn og æfingarnar
aðalatriðið.
Á myndinni af sigurliðinu eru (frá vinstri). Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, kennari í VA, Þorsteinn Ágústsson, starfsmaður
Trackwell, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, kennari í VA (heldur á bikarnum góða), Þórður Júlíusson, skólameistari VA,
Ingibjörg Þórðardóttir, kennari í VA og stýrimaður, Jóna Ágúst Jónsson, forstöðumaður
Náttúrustofu Austurlands og Auður Þorgeirsdóttir, þroskaþjálfi í VA og formaður sigurliðsins. Ljósmyndari: Áslaug
Lárusdóttir
Liðið hyggst byrja æfingar snemma næsta vor til að ná betri tíma en allar sjómannasveitirnar.