Silfur í geðrækt

VA hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli síðan haustið 2010. Í því sameina starfsmenn, nemendur, foreldrar og lykilfólk í nærsamfélaginu krafta sína með það að markmiði að vinna að betra og heilsusamlegra skólaumhverfi. Framhaldsskólar fá á þemaárinu gátlista frá Landlæknisembættinu og uppfylli þeir kröfur hans fá þeir viðurkenningu.  Mikill árangur hefur náðst á þeim tíma síðan verkefnið hófst en skólinn hefur fengið bronsviðurkenningu í næringu, silfurviðurkenningu í hreyfingu og nú á haustdögum silfurviðurkenningu í geðrækt. Þema skólaársins 2014-2015 er lífsstíll.  Á myndinni má sjá nemendur úr geðræktarhópi skólans, Lilju Teklu Jóhannsdóttur og Sigurð Ingva Gunnþórsson, halda á viðurkenningaskjali frá Landlæknisembættinu.