Skólafundur

Einn hópurinn að störfum
Einn hópurinn að störfum

Þriðjudaginn sl. var haldinn skólafundur. Fundurinn var óvenjulegur að því leyti að nemendaráð skólans sá um fundinn.  Viðfangsefni fundarins var félagslíf skólans. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um allt sem viðkemur félagslífi skólans. Hvað má gera betur og hugmyndir að viðburðum sem nemendaráðið skipuleggur.  Eftir að hóparnir höfðu skrifað hjá sér niðurstöður sínar voru þær kynntar fyrir öðrum nemendum og starfsmönnum skólans.  Nemendur komu með margar góðar hugmyndir og komu á framfæri atriðum sem nemendaráðið ber að hafa í huga.  Nemendaráðið mun eftir bestu getu reyna að fullnægja óskum þeirra.