Skólaheimsóknir Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði

Gaman, gaman
Gaman, gaman

Í morgun fóru 30 nemendur í Listaakademínu (LÍA), Íþróttaakademínu (ÍÞA) og uppeldisfræði í heimsókn Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Með í för voru kennarar í þessum áföngum auk skólameistara og námsráðgjafa. Nemendur í ÍÞA settu upp þrautabrautir sem grunnskólanemendur spreyttu sig á. Nemdur í LÍA fóru í ýmiskonar leiklistarleiki með nemendum af unglinga- og miðstigi. Uppeldisfræðin sá um kennslu á yngsta stigi ásamt því sem farið var í ýmsa leiki.