Dagana 29. maí-5. júní fór starfsfólk VA í skólaheimsókn til Spánar. Ferðin hófst á því að flogið var til Malaga og þar var heimsóttur skólinn IES La Rosaleda, sem er iðn- og starfsnámsskóli í borginni. Var skólinn kynntur og iðn- og starfsnámsdeildir hans skoðaðar. Skólinn hefur einnig áralanga reynslu af alþjóðlegu samstarfi og var því strax kominn grundvöllur fyrir enn frekari samvinnu í framtíðinni á sviði Erasmus+.
Malaga var kvödd í bili eftir þennan fyrsta dag og haldið til Granada. Daginn eftir var síðan haldið til Almería þar sem IES Al-Andalus skólinn var heimsóttur en það er bóknámsskóli en býður einnig upp á starfsnámsbrautir. Kynningin á skólanum fór fram í eins konar ratleiksformi þar sem ýmsar hliðar skólans voru kynntar. Sá skóli hefur einnig töluverða reynslu af erlendu samstarfi og því kominn grundvöllur fyrir enn frekara samstarfi í framtíðinni.
Að skólaheimsóknum loknum var notið samveru, góðs matar, og fór allur hópurinn m.a. í skoðunarferð í hina heimsfrægu Alhambra-höll.
Heimsóknin var styrkt úr vísindasjóðum viðkomandi stéttarfélaga.