Skólasetning

Skólasetning verður kl.8:30  á morgun fimmtudag. Skólameistari heldur stutt ávarp og setur svo skólann. Skólasetningin verður haldin undir berum himni (við suðurhlið skólans). Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara. Frá kl. 10:00 til 14:00 verður keyrð  hraðtafla  sem  umsjónarkennarar dreifa en einnig verður hægt að nálgast hana hjá ritara. Skólinn býður öllum nemendum og starfsfólki  upp á súpu í hádeginu í mötuneyti skólans á heimavistinni. Á föstudaginn verður skólahald samkvæmt stundatöflu.