Skrifað undir samninga - Skólahald verður með hefðbundnum hætti á morgun, miðvikudaginn 26. febrúar

Nú rétt í þessu bárust þau gleðitíðindi að aðildarfélög Kennarasambandsins skrifuðu undir kjarasamning við ríki og sveitarfélög. Það þýðir að verkfallinu hefur verið aflýst og skólahald verður með hefðbundum hætti í VA í fyrramálið.

Þar sem þetta ber nokkuð skjótt að bið ég nemendur sem ekki sjá fram á að komast í skólann strax í fyrramálið að senda inn leyfisbeiðni á Innu fyrir þeim tíma sem þau þurfa til að komast í skólann.

Með bestu kveðju

Birgir Jónsson

Skólameistari