Smáskipanámskeið í VA - skráningu lýkur 6. mars

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður.

Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.

Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði, siglingareglur og sjóréttur, siglingatæki og fjarskipti, vélfræði, stöðugleiki og skipstjórn, veðurfræði og umhverfisvernd.

Að loknu námskeiði þurfa nemendur að taka áfangann SLY101 (slysavarnir) sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg býður reglulega uppá (ekki innifalið í námskeiðsgjaldi). Þá þarf að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu.

Kennari: Tómas Kárason

Kennslutími: Kennt verður með staðlotum og fjarnámi. Hver nemandi mætir í tvær staðlotur og eina próflotu (velur hvort hann mætir 18. og 19. 03 EÐA 25. og 26.03).

  • 11. og 12. mars – Upphaf náms – skyldumæting
  • 18. og 19. mars eða 25. og 26. mars
  • 4. og 5. apríl – próf – skyldumæting

Námsgögn: Nemendur þurfa sjókort númer 73, samsíðung eða siglingar fræðigráðuhorn (fáanlegt í Fjarðasporti Neskaupstað), reglustiku, sirkil, reiknivél og almenn ritföng á námskeiðinu.

Námskeiðgjald: 120.000 kr

Skráning: Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 6. mars. Allar nánari upplýsingar og skráning er á va@va.is og/eða í síma 4771620