Smáskipanámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands

Í mars - apríl ef næg þátttaka næst

Kennt verður að hluta til með fjarnámsfyrirkomulagi með 2 – 3 staðlotum. Fyrsta staðlotan er 12. – 13. mars og hefst þá kennsla kl. 9:00 laugardaginn 12. mars.

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður.

Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.

Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði, siglingareglur og sjóréttur, siglingatæki og fjarskipti, vélfræði, stöðugleiki og skipstjórn, veðurfræði og umhverfisvernd.

Notast verður við námsumhverfi á netinu, kennsluvefur.is sem er kennsluvefur skólans.

Að loknu námskeiði þurfa nemendur að taka áfangann SLY101 (slysavarnir) sem  slysavarnarfélagið Landsbjörg býður reglulega uppá (ekki innifalið í námskeiðsgjaldi) . Þá þarf að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu.

Kennari á námskeiðinu verður Tómas Kárason

Námsgögn: Nemendur þurfa sjókort númer 71, samsíðung eða siglingar fræðigráðuhorn (fáanlegt í Fjarðasporti Neskaupstað), reglustiku, sirkil, reiknivél og almenn ritföng á námskeiðinu.

Verð 120.000.

Síðasti skráningardagur er 9. mars 2015. Skráning eða nánari upplýsingar í síma 4771620 eða á va@va.is.