Söngleikurinn GRÍS verður frumsýndur í Egilsbúð föstudaginn 22. febrúar. Leikfélagið Djúpið og Leikfélag
Norðfjarðar standa að sýningunni. Leikstjóri er Stefán B. Vilhelmsson og tónlistarstjóri er Þorsteinn Árnason.
Undirbúningur hófst í haust í Listaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (LIA). Að sögn Svanlaugar Aðalsteinsdóttur, verndara
Djúpsins og kennara í LIA, fengu nemendurnir sem nú stíga á fjalirnar töluverða þjálfun í framsögn, dansi, söng,
sviðsmynd og leiklist á haustönninni. Það hefur komið þeim til góða nú í æfingarferlinu. Mikil stemming er í
leikhópnum og þeir sem fylgjast með æfingunum sjá hve verðmætt þetta starf er fyrir félagslegan þroska. Þá verður mikil
blöndun þvert á allar námsbrautir sem styrkir skólabraginn. Í heildina koma um 50 manns að undirbúningi sýningarinnar með einum eða
öðrum hætti. Margir aðilar styrkja sýninguna með peningalegu framlagi, aðstöðu eða meðöðrum hætti og kunnum við þeim
hjartans þakkir. Sérstök skólasýning er 28. febrúar og vonumst við eftir fjölda grunnskólanema úr Norðfirði og
nágrannabyggðum á þá sýningu segir Svanlaug að lokum.
Sýningar:
Föstudag 22.feb kl 20:00
Laugardag 23.feb kl 20:00
Sunnudag 24.feb kl 20:00
Fimmtudag 28.feb kl 16:00
Föstudag 1.mars kl 20:00
Föstudag 1.mars kl 00:00
Laugardag 2.mars kl 20:00