Sóttvarnareglur VA – vinsamlegast kynnið ykkur vel
21.08.2020
- Allir eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann og/eða farið úr einni skólabyggingu í aðra. Sprittstöðvar eru við alla innganga.
- Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í skólastofu, þ.e. ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.
- Allir nemendur eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu mínútur af kennslustund til að leiðbeina nemendum með hvernig þetta er framkvæmt. Munið að sótthreinsa borðið eins og þið væru að sótthreinsa fyrir ykkur sjálf.
- Í verknámsstofum þar sem nemendur nota sameiginlegan búnað fylgja þeir fyrirmælum frá kennara varðandi sótthreinsun á búnaði.
- Á göngum þarf að gæta þess að virða ,,eins meters reglu,“ víkja og hinkra ef fjölmennt er á ganginum. Sumir stigar skólans bjóða aðeins upp á að einn sé á ferð i einu og þá er mikilvægt að bíða eftir að stiginn sé laus.
- Nemendum er heimilt að borða nesti í stofum í hléum á milli tíma og í ,,götum“ en það þarf að ganga vel frá öllu eftir sig.
- Í sumum kennslustundum er ekki hægt að viðhafa ,,eins meters reglu“ og þá þurfa nemendur og kennarar að nota andlitsmaska. Nemendur eiga sjálfir að koma með maska í skólann og eiga alltaf að hafa nokkra ónotaða maska til taks í skólatöskunni. Sé nemandi án maska þar sem hann er nauðsynlegur getur komið til þess að hann geti ekki tekið þátt í kennslustund.
- Mikilvægt er að nemendur fari eftir þeim fyrirmælum sem finna má í setkrókum varðandi það hvar má sitja. Fyrirmæli miðast við að hægt sé að virða ,,eins meters reglu“. Einnig hefur stólum verið raðað upp með það í huga að ekki sé setið of þétt. Þessari röðun má ekki raska.
- Hádegismötuneyti er skipt í tvö ,,holl".
- 12:00 - 12:30 Nemendur tré, málm og rafiðndeildum / starfsfólk sem mestmegnis vinnur í verknámshúsi.
- 12:30 - 13:00 Nem. á stúdentsbr., starfsbraut, framhaldsskólabraut og í háriðndeild / starfsf. sem vinnur í bóknámshúsi.
- Ef nemandi finnur til einkenna sem líkjast einkennum Covid á hann ekki að mæta í skólann. Ef kennarar eða starfsfólk verður þess vart að einstaklingar með einkenni Covid séu í skólanum á að vísa viðkomandi úr skólabyggingunni.
- Nemendum í sóttkví er óheimilt að mæta í skólann. Ef nemendur hafa umgengist aðila sem hefur fengið staðfestingu á því að vera með Covid eiga þeir ekki að mæta í skólann.