Upplestur á frétt.
Á vorönninni var í fyrsta sinn kenndur valáfangi í ensku sem ber heitið enski boltinn. Eins og heitið gefur til kynna er umfjöllunarefnið enski boltinn í sinni víðustu mynd og hefur Petra Lind kennt áfangann. Síðustu misseri hefur lítill bolti verið spilaður og hefur umfjöllunarefnið litast af því. Hafa nemendur því verið að skoða ýmislegt úr fortíðinni. Verkefnaskil hafa verið á ýmsu formi, t.d. hafa nemendur haldið úti vefsíðu, tekið upp hlaðvörp og sett saman spurningakeppnir.
Í áfanganum hafa nemendur verið að vinna að lokaverkefni þar sem gerðir voru sjónvarpsþættir í þriggja manna hópum. Nemendur þurftu að vinna handrit eftir ákveðinni forskrift, síðan þurfti að taka upp og í lokin voru kynningar á verkefnunum. Lágmarkslengd þáttar voru 25 mínútur og voru þeir allt upp í 40 mínútur. Nemendur klæddu sig upp og voru notuð ýmis tæki til útskýringa í þáttunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Þættirnir hétu frumlegum nöfnum og báru þeir heitin Sparkspekingar að Austan, The Football Hooligans og The early morning show.