Staðnám hefst að nýju í VA miðvikudaginn 07. apríl, að loknu páskaleyfi.
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi þann 1. apríl og er búið að endurskoða sóttvarnareglur VA með tilliti til reglugerðarinnar sem gildir til og með 15. apríl.
Nemendur er beðnir að kynna sér sóttvarnareglurnar vel. Þær ættu þó ekki að koma neinum á óvart því þarna erum við komin í sama skipulagið og var í gildi við upphaf vorannar.
- Allir eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann og/eða farið úr einni skólabyggingu í aðra. Sprittstöðvar eru við alla innganga.
- Grímuskylda gildir nú í skólanum og eru grímur aðgengilegar við alla inngang í skólann.
- Eingöngu er heimilt að víkja frá grímunotkun í kennslustofum, mötuneyti og starfsmannaaðstöðu ef hægt er að tryggja þar 2ja metra fjarlægð á milli einstaklinga. Í kennslustofum verður aftur sett í gang ,,kerfið með rauða límbandinu," - þ.e. ef eingöngu er setið á borðum með rauðu límbandi á 2ja metra fjarlægð á milli einstaklinga að vera tryggð.
- Athugið þó að kennarar eru verkstjórar í kennslustofum og geta þeir farið fram á grímunotkun.
- Fjöldatakmörk miða við að ekki séu fleiri en 30 í rými hverju sinni. Rými eru t.d. kennslustofa, bókasafn, nemendarými, friðarstofa, anddyri.
- Allir nemendur eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu mínútur af kennslustund til að leiðbeina nemendum með hvernig þetta er framkvæmt. Munið að sótthreinsa borðið eins og þið væru að sótthreinsa fyrir ykkur sjálf.
- Í verknámsstofum þar sem nemendur nota sameiginlegan búnað fylgja þeir fyrirmælum frá kennara varðandi sótthreinsun á búnaði.
- Nemendum er heimilt að borða nesti í stofum í hléum á milli tíma og í ,,götum“ en það þarf að ganga vel frá öllu eftir sig. Gæta þarf að 2ja metra fjarlægð.
- Mötuneyti - skipting nemenda til koma í veg fyrir of stóra hópa:
- 11:50 - 12:15 Nemendur á starfsbraut, framhaldsskólabraut og stúdentsbrautum
- 12:15 - 12:40 Nemendur á iðnnámsbrautum
- Ef nemandi finnur til einkenna sem líkjast einkennum Covid á hann ekki að mæta í skólann. Ef kennarar eða starfsfólk verður þess vart að einstaklingar með einkenni Covid séu í skólanum á að vísa viðkomandi úr skólabyggingunni.
- Nemendum í sóttkví er óheimilt að mæta í skólann. Ef nemendur hafa umgengist aðila sem hefur fengið staðfestingu á því að vera með Covid eiga þeir ekki að mæta í skólann.
Við klárum þetta saman!