Stelpur og tækni

Stelpur úr 9. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar heimsóttu VA í vikunni. Þar sóttu þær vinnustofur og leystu ýmsar tækniþrautir. Einnig heimsóttu stelpurnar fyrirtæki á svæðinu. Heimsóknin er samstarfverkefni Háskólans í Reykjavík, Fjarðabyggðar og VA og er liður í verkefninu Stelpur og tækni. Markmið verkefnisins er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.