Stoðtímar, valdagur og menningarferð

Stoðtímar í stærðfræði.  Boðið verður upp á stoðtíma í stærðfræði á fimmtudögum milli kl.16-18 og veður fyrsti tíminn á morgun fimmtudaginn 29.október. Ekki þarf að skrá sig í þessa tíma bara mæta í stofu 4. Fyrir þá sem taka rútu þá fer hún frá VA kl.18:51 og verður skólinn opinn fram að því.

 

Á morgun fimmtudag er valdagur.   Þá eiga allir nemendur að velja fyrir næstu önn hjá umsjónarkennara. Valið fer fram í tímanum kl. 10:55-11:55 og falla því vinnustofur og kennslustundir niður í þeim tíma.

 

Menningarferð.  Allir sem ætla í menningarferð eru boðaðir á fund með skólameistara og fararstjórum í stofu 1 kl. 9:35 á morgun fimmtudag. Mjög mikilvægt að allir mæti.