Styrktarþjálfun íþróttafólks

„Hreyfigreiningar og færniþjálfun
Forvarnir gegn íþróttameiðslum!"
Fyrirlestur í boði Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands,
Íþróttafélagsins Þróttar, Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar og Kine Academy
verður mánudaginn 13. október kl. 20:00 í fyrirlestrarstofu VA.

Birna Markús frá Kine Academy verður með
erindi um nýjar leiðir í greiningu, mælingum
og þjálfun sem nýtast íþróttafólki á öllum
aldri. Aðgangur er ókeypis - allir velkomnir!
Þriðjudaginn 14. október verður boðið upp á
hreyfigreiningar sem henta íþróttafólki sem á
við meiðsli/stoðkerfisvanda að stríða og/eða
vilja ná hámarksárangri. Hverri greiningu
fylgir einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun.

Hreyfigreining
Verð kr. 15.000,-
Bókanir eru hjá Birnu
í síma 821-3879
eða birna@kine.is.