Styttist í skólabyrjun

Nú styttist óðum í að skólastarf hefjist að nýju að loknu sumarleyfi. Búið er að opna skrifstofu skólans og er hún opin alla virka daga frá kl. 9 - 14.

Við hlökkum mikið til að hitta nemendur, nýja og gamla, þegar skóli hefst mánudaginn 19. ágúst með skólasetningu og verða nýnemar sérstaklega boðnir velkomnir. Nýnemar fá tölvupóst með upplýsingum um nýnemadaginn ásamt því að þeir nemendur sem verða á heimavistinni í vetur fá upplýsingar um opnun heimavistar o.fl. í tölvupósti. 

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 20. ágúst. 

Hér má finna skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025

Við hvetjum nemendur og forsjáraðila til þess að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna. Hægt er að hafa samband í síma 4771620 eða í tölvupósti á va@va.is