Ormasundið er alltaf spennandi
Sunddagur VA – 7.október 2014
09:50 – 10:20. Hollur morgunverður í setustofu nemenda. Niðurskornir ávextir o.fl.. Skólameistari og formaður lífsstílshóps VA
halda stuttar ræður í anda heilsueflandi framhaldsskóla en þemað í ár er lífsstíll.
10:40 – 11:10. Keppt í sundbolta (5 í liði ) og sundblaki (þrír í liði). Þetta er hugsað þannig að nemendur stofna
lið innan þeirra áfanga sem þeir eru í. Einnig væri gaman ef kennarar kæmu með lið.
11:10 – 11:40. Keppt í sund- og boðsundsleikjum í sundlaug.
- 1. Kafsundskeppni 100m. Keppt er í þriggja manna liðum. Hver keppandi kafar 25m.
Útsláttarkeppni.
- 2. Ormasund 50m. Fjórir í liði. Liðsmenn halda fast hver í annan og línan má ekki slitna
því þá er liðið úr leik. Útsláttarkeppni.
- 3. Glasasund 50m. Tveir í liði. Synda með plastglas á enninu. Ef glasið dettur þarf að fara til baka
að bakkanum.
- 4. Rennibrautarallý. Tveir til þrír í liði. Tímataka í DÓRA RAUÐA.
Nemendur og kennarar eru hvattir til að stofna áfangalið. Þetta á við um alla liðakeppni. Þetta lokar þó ekki á að lið
séu skráð til leiks með öðrum hætti. Skráningu lýkur mánudaginn 6.okt. Skráningum skal koma á skrifstofu VA.
Kennsla hefst svo aftur kl.12:00.
Íþróttaakademía VA