Þór keppir í söngkeppni framhaldsskólanna

Þór Theódórsson verður fulltrúi VA í söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Háskólabíó laugardaginn 12. Apríl n.k. 

Þór mun flytja lagið Sólmyrkvi með hljómsveitinni Dimmu. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 19:45. Við hvetjum öll til að fylgjast með og kjósa Þór í símakosningunni en númerið hans er 900-9924.