þú verður að eiga það skilið

Síðastliðinn föstudag, 30.nóvember, kom Ívar Ingimarsson í heimsókn í Íþróttaakademíuna (ÍÞA). Ívar er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði m.a. með Reading í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann á 30 A landsleiki að baki auk mikils fjölda leikja með yngri landsliðum. Ívar sagði nemendum frá ferli sínum með aðaláherslu á lifsstíl atvinnumannsins en yfirskrift fyrirlestursins var „þú verður að eiga það skilið“. Ívar er, eins og kunngt er, frá Stöðvarfirði en þar hóf hann einmitt  ferilinn með Ungmennafélaginu Súlunni. Ívar svaraði einnig spurningum frá nemendum en óhætt er að segja að þeir hafi verið áhugasamir ef marka má þann mikla fjölda spurninga sem atvinnumaðurinn fyrrverandi fékk. Meðfylgjandi mynd tók Elvar Jónsson kennari í ÍÞA.