Kæru nemendur og forsjáraðilar
Nú fer skólastarfið loksins að hefjast aftur eftir sumarleyfi. Á föstudaginn munum við bjóða nýnema (árgangur 2005) velkomna í skólann og síðan aðra nemendur koll af kolli.
Tímaramminn er þessi:
- 20. ágúst, föstudagur
- Opnað verður fyrir stundatöflur að morgni
-
- Opið er fyrir töflubreytingar frá 23. ágúst til 6. september.
- Nýnemadagur
- 22. ágúst, sunnudagur
- 23. ágúst, mánudagur
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Allir nemendur mæta kl. 8:30. Þeir sem ekki eru með kennslustund á þessum tíma í stundatöflu sinni mæta í stofu 1.
- 24. ágúst, þriðjudagur
Í öllu starfi skólans og skipulagningu tökum við sóttvarnareglur mjög alvarlega og treystum við því að nemendur skólans geri slíkt hið sama. Allir sem telja sig hafa einkenni COVID-19 sýkingar eiga að halda sig heima og munum að við erum öll almannavarnir!
Kær kveðja,
skólameistari