Á miðvikudaginn, síðasta kennsludag, fór fram uppskeruhátíð í kynjafræði. Þar voru nemendur í aðalhlutverki. Þau höfðu öll undirbúið atriði þar sem þau voru hvött til að fara út fyrir kassann. Meðal verkefna var Aliasspil þar sem hugtök tengd kynjafræði voru á spjöldunum, Kahootkeppni sem fór fram á hátíðinni, skipulagning Hinssegin daga sem verða á vorönn og kynning á tónlistarmanninum Sam Smith sem endaði með því að þær María Bóel og Birna sungu lagið Lay me down eftir Sam,
Birta kennari sagðist ekki endilega hafa haft trú á því að nemendur treystu sér til að fara svona mikið út fyrir kassann eins og þessi verkefni sýndu en nemendur sýndu að þeir geta allt.
Þegar kynningum á verkefnunum var lokið fengu nemendur góða gesti, þá Hákon og Hafstein, sem fræddu þau á því hvernig er að vera hinsegin í samfélaginu og var erindi þeirra afar áhugavert.