VA brautskráði 29 nemendur

Brautskráning fór fram frá Verkmenntaskóla Austurlands 25. maí í Egilsbúð, Norðfirði. Brautskráðir voru 29 nemar af 11 brautum. Nemendur VA fluttu tónlist, tuttugu og tíu ára afmælisárgangar mættu og fluttu ávörp og í lokin sungu allir viðstaddir lagið Sumarkveðju eftir Inga T. Lárusson við ljóð Páls Ólafssonar. Viðurkenningu hlutu 8 útskriftarnemar ýmist fyrir frábæran námsárangur eða aðra þætti skólastarfsins. Brautskráningar skiptust svo niður á brautir:

  • 7 nemendur luku námi af félagsfræðibraut
  • 1 nemandi lauk iðnmeistararéttindum í rennismíði
  • 5 nemendur luku námi af náttúrufræðibraut
  • 1 nemandi lauk námi í rafvirkjun
  • 1 nemandi lauk námi af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum
  • 3 nemendur luku námi af sjúkraliðabraut
  • 1 nemandi lauk námi af starfsbraut
  • 3 nemendur luku námi í vélvirkjun
  • 6 nemendur luku viðbótarnámi til stúdentsprófs
  • 1 nemandi lauk námi af námsbraut fyrir leikskólaliða
  • 1 nemandi lauk iðnmeistaranámi í vélvirkjun

Útskrift 2013

Aðalheiður B.J. Guðmundsdóttir Viðbótarnám til stúdentsprófs
Anna Júlía Skúladóttir Sjúkraliðabraut
Arnbjörg Helga Björgvinsdóttir Félagsfræðibraut
Baldur Seljan Magnússon Félagsfræðibraut
Bergrós Arna Sævarsdóttir Félagsfræðibraut
Björn Sævar Eggertsson Vélvirkjun
Borghildur Jóna Árnadóttir Námsbraut fyrir leikskólaliða
Dagbjört Þuríður Oddsdóttir Viðbótarnám til stúdentsprófs
Dóra Aðalsteinsdóttir Sjúkraliðabraut
Freysteinn Valbjörnsson Vélvirkjun
Guðjón Björn Guðbjartsson Félagsfræðibraut
Guðlaugur Jón Haraldsson Iðnmeistarapróf í vélvirkjun
Guðmundur Þórir Hafsteinsson Starfsbraut
Guðný Björg Sigurðardóttir Félagsfræðibraut
Heiða Hrönn Gunnlaugsdóttir Stuðningsfulltrúi í grunnskólum
Helga Dröfn Ragnarsdóttir Vélvirkjun, Viðbótarnám til súdentsprófs
Hrönn Hilmarsdóttir Náttúrufræðibraut
Ingibjörg Jónasdóttir Sjúkraliðabraut
Jón Bjarnason Meistaranám í rennismíði
Jón Vigfússon Náttúrufræðibraut
Linda María Emilsdóttir Félagsfræðibraut
Páll Jónsson Náttúrufræðibraut
Rakel Gestsdóttir Viðbótarnám til stúdentsprófs
Róbert Örn Harrýsson Rafvirkjun
Selma Hrönn Jónasdóttir Félagsfræðibraut
Sigrún Björk Rúnarsdóttir Viðbótarnám til stúdentsprófs
Skúli Skúlason Viðbótarnám til stúdentsprófs
Sunna Júlía Þórðardóttir Náttúrufræðibraut
Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir Náttúrufræðibraut