VA fær silfurverðlaun

VA er þátttakandi í verkefninu Heilsuseflandi framhaldsskóli eins og lesa mér hér. Skólaárið 2012-2013 var hreyfiþema sem setti svip sinn á allt skólastarf á skemmtilegan hátt. Því mátti þakka vinnuhópi innan skólans sem sá um að halda utan um hreyfiþemað en í honum voru kennarar í skólanum og nemendur í íþróttaakademíunni. Nú hefur skólanum borist viðurkenning frá Landlæknisembættinu þar sem tilkynnt er að VA hafi fengið silfurverðlaun fyrir mjög góðan árangur við að tryggja tækifæri nemenda og starfsfólks til hreyfingar. Árið áður fékk skólinn bronsverðlaun fyrir næringarþema og í ár verður athyglinni beint að geðrækt. Viðurkenningar má sjá í anddyri skólans við aðalinngang.