VA gegn einelti

VA gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni tóku starfsmenn og nemendur Verkmenntaskólans höndum saman og sýndu samstöðu á táknrænan hátt með því að umvefja skólann sinn. Í skólanum er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku. Hér má lesa hvernig tekið er á einelti komi það upp í skólanum. Verkmenntaskólinn hvetur alla til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti. Frekari upplýsingar má sjá á www.gegneinelti.is