VA hefur leik í Gettu Betur

Jóhanna Dagrún, Ágústa Vala og Freyr
Jóhanna Dagrún, Ágústa Vala og Freyr

Miðvikudaginn 10. janúar hefur lið VA þátttöku í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu Betur. Þar mætum við liði Kvennaskólans í Reykjavík í beinni útsendingu á ruv.is og hefst útsendingin kl. 18:40.

Lið VA skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Freyr Sveinsson Zoéga og Jóhanna Dagrún Daðadóttir.

Áfram VA!