VA í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Nemendur í íþróttaakademíu unnu með nemendum í Grunnskólanum frá fyrsta upp í tíunda bekk í ýmsum íþróttum og þrautum. Aðrir VA nemar tóku þátt í hluta þeirrar dagskrár. Nemendur í listaakademíu kynntu sér listgreinakennslu við Grunnskólann og unnu einnig með nemendum unglingastigsins í ýmsum leiklistarverkefnum. Nemar í uppeldisfræði kynntu sér kennslu og kennsluaðferðir í yngstu bekkjum. Nánast allir nemendur Grunnskólans tóku þátt í dagskránni og vakti það aðdáun gestanna hve virkir þeir voru. Markmiðið er að VA sækist eftir að fá að heimsækja aðra grunnskóla í Fjarðabyggð á næstu misserum.